Treysti ekki Vilhjálmi

Matthías Imsland, aðstoðarmaður forsætisráðherra og Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðsflokksins.
Matthías Imsland, aðstoðarmaður forsætisráðherra og Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðsflokksins. Mbl.is/Samsett mynd

Matthías Imsland, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra og fyrrverandi aðstoðarmaður Eyglóar Harðardóttur, velferðarráðherra, segist ekki þekkja neinn framsóknarmann sem ber traust til Vilhjálms Bjarnasonar, þingmanns Sjálfstæðismanna. Þetta kemur fram í færslu hans á Facebook.

Vísar hann þar til fréttar frá því í kvöld þar sem Vilhjálmur lýsti því yfir að upplýsingar um eignarhald eiginkonu Sigmundar á félagi á Jómfrúreyjum hafi rýrt traust á milli stjórnarflokkanna auk þess sem það valdi honum vonbrigðum.

Matthías segir í færslu sinni að sér þyki þetta fyndið þar sem enginn framsóknarmaður treysti Vilhjálmi. Færsla Matthíasar er í heild eftirfarandi:

„Finnst nú eiginlega pínu fyndið að í hvert skipti sem Villi gagnrýnir Framsókn þá er því slegið upp. Svona til upplýsinga þá þekki ég nú engan framsóknarmann sem ber traust til Vilhjálms.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka