Hótaði að kveikja í sér við Grensásveg

Rétt fyrir klukkan 15 í dag var tilkynnt um mann sem hafði hellt yfir sig bensíni og hótaði að kveikja í sér.  Jafnframt hafði hann hellt bensíni yfir útidyrahurð að gistiheimili og hótaði að kveikja í henni. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir að maðurinn sé hælisleitandi sem hafði verið vísað út af gistiheimilinu.  Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð. 

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var óskað eftir aðstoð þeirra í málinu en maðurinn hafði verið yfirbugaður af lögreglu þegar að þeir komu á staðinn. Um er að ræða gistiheimili á Grensásvegi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert