Þarf að segja frá öllum staðreyndum málsins

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir mbl.is/Ómar Óskarsson

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að ef Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra geti ekki endurheimt trúnaðartraust eigi hann að segja af sér. Segir hún það jafnframt hálfaumkunarvert að heyra forsætisráðherrann „aðeins tyggja að hann ætli ekki að svara fyrir fjármál eiginkonu sinnar.“

Í færslu á Facebook segir Jóhanna að það væri skynsamlegra hjá Framsóknarmönnum að gefa forsætisráðherranum þau ráð að hann segi „undanbragðalaust“ frá öllum staðreyndum málsins heldur en að „úthúða nú öllum sem voga sér að benda á siðferðisbresti“ Sigmundar í málinu sem snýr að af­l­ands­fé­lagi Önnu Sig­ur­laug­ar Páls­dótt­ur, eig­in­konu hans.

„Hafi hann ekki þær málsbætur sem endurheimt geta trúnaðartraust þá á hann engan annan kost en að segja af sér.“

Framsóknarmenn úthúða nú öllum sem voga sér að benda á siðferðisbresti forsætisráðherrans í svokölluðu Jómfrúarmáli.Í...

Posted by Jóhanna Sigurðardóttir on Monday, March 21, 2016
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert