Viltu reka hjólaleigu í Reykjavík?

Reykjavíkurborg auglýsir eftir hugmyndum að rekstri á hjólaleigum í Reykjavík. Borgarráð hefur samþykkt að auglýsa í forvali eftir áhugasömum aðilum til að koma á fót og reka hjólaleigu í Reykjavík. Aðkoma borgarinnar verður fyrst og fremst fólgin í að skapa aðstöðu og leggja til borgarland, en sérhæfðum aðilum látið eftir að sjá um uppsetningu og allan rekstur.

Tilgangur hjólaleiga er að veita fólki aðgang að hjóli fyrir ferðir sínar innan borgarmarkanna og styðja þannig við markmið um vistvænar samgöngur. Þjónustan mun gagnast almennum borgurum, innlendum og erlendum ferðamönnum og starfsmönnum fyrirtækja.

Auk upplýsinga um þátttakanda, hvort heldur einstakling eða lögaðila, er óskað eftir lýsingu á hvernig viðkomandi sér reksturinn fyrir sér. Sérstaklega er óskað eftir lýsingu á eftirfarandi þáttum:

  • Hugmyndir um fjölda hjóla og leigustöðva
  • Lýsing á tæknilegum lausnum sem boðið er upp á.
  • Hugmyndum að staðsetning stöðva á borgarlandi, ef það er hluti af hugmyndinni.

Þeir sem vilja taka þátt í forvali og koma til greina sem þátttakendur í mögulegu útboði eru beðnir um að senda tölvupóst á skrifstofu eigna og atvinnuþróunar sea@reykjavik.isí síðasta lagi 8. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka