Menningarsetur múslima á Íslandi fordæmir harðlega árásirnar í Brussel í morgun. „Enn og aftur hafa óvinir mannkynsins ráðist miskunnarlaust á fólk. Fulltrúar hryðjuverka þrífast á stríði og ótta; eldsneyti þeirra er græðgi, verkfæri þeirra eru þeir fáfróðu og því miður eru fórnarlömb þeirra saklaust fólk um allan heim,“ segir í tilkynningu menningarsetursins.
„Hugur okkar er hjá öllum fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra í Brussel og um allan heim. Það að leggja áherslu á gildi ástar, umburðarlyndi og friðarumleitana muni hjálpa við að gera heiminn betri þar sem það er ekkert pláss fyrir skelfingu og ótta.“