Evrópsk gildi helstu skotmörk

Samúið látin í ljós með fórnarlömbum hryðjuverkanna í Brussel við …
Samúið látin í ljós með fórnarlömbum hryðjuverkanna í Brussel við minningar- og sorgarstund í borginni í gærkvöldi. nbl.is/afp

„Menn tala um að þetta sé ekki árás á Brussel heldur Evrópu og þau gildi sem hún stendur fyr- ir,“ segir Bergdís Ellertsdóttir sendiherra í Brussel um hryðjuverkin þar í borg í gærmorgun.

Baldur Þórhallsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir í umfjöllun um hrðjuverkin í Morgunblaðinu í dag, að nú megi búast við enn hertari öryggisráðstöfunum. „Það má búast við því að farið verði fram á enn frekari heimildir lögreglu og öryggisstofnana til að hafa eftirlit með einstaklingum og heimildir til að afla gagna,“ segir hann.

Baldur telur einnig, að það muni verða vaxandi þrýstingur á ríki Evrópu og NATO að beita sér í auknum mæli gegn Ríki íslams í Mið-Austurlöndum. Mest áhrif munu illvirkin hafa á deilurnar í Evrópu sem snúa að því hvort taka eigi á móti flóttamönnum og þá hversu mörgum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka