Of langt gengið

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari.
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Það er of langt gengið að segja að Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra hafi verið van­hæf­ur til að sinna und­ir­bún­ingi að aflétt­ingu gjald­eyr­is­hafta, að mati Jóns Stein­ars Gunn­laugs­son­ar, fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ara. 

„Ef ég hef skilið þetta rétt í fjöl­miðlum þá er verið að gera því skóna að hann kunni að hafa verið van­hæf­ur vegna þess að kon­an hans sé á meðal kröfu­hafa í þrota­bú föllnu bank­anna,“ sagði Jón Stein­ar.

„Það hefði verið af­kára­legt ef for­sæt­is­ráðherra hefði vikið sæti við að skipa í þess­ar nefnd­ir. Þetta eru aðgerðir vegna gjald­eyr­is­haft­anna og í þágu ís­lensku krón­unn­ar. Ég held að þetta hafi verið embætt­is­skylda hans og að það sé afar langt gengið ef menn ætla að halda því fram að hann hafi verið van­hæf­ur til að skipa í þess­ar nefnd­ir. Ég held að það stand­ist ekki. Ef ein­hverj­um lík­ar það ekki þá bara kjósa þeir hann ekki í næstu kosn­ing­um.“ 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka