Telur fermingu sína ólöglega

mbl.is/Hjörtur

Formaður Vantrúar, Hjalti Rúnar Ómarsson, hefur sent Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, bréf þar sem hann segir fermingu sína í Hjallakirkju í Kópavogi árið 1997 hafa verið ólögmæta og óskar eftir staðfestingu á því. Vísar Hjalti í tilskipun um ferminguna frá árinu 1759 þar sem segi að ekki sé heimilt að ferma börn „fyrr en þau eru orðin fullra 14 eða 15 ára.“ Sjálfur hafi hann verið 13 ára þegar fermingin hafi farið fram.

Hjalti bendir á að ástæðan sem gefin sé fyrir þessu í tilskipuninni sé sú að fyrir þann tíma séu börn almennt ekki dómbær á að veita samþykki fyrir svo „þýðingarmiklum sáttmála“ líkt og felist í fermingunni. „Ég bið því um staðfestingu á því að ég sé ekki með réttu fermdur þar sem ferming mín var ólögmæt,“ segir að lokum í bréfinu. Fram kemur á vefsíðu Vantrúar, þar sem fjallað er um bréfið, að þetta eigi væntanlega við um marga fleiri enda hafi Þjóðkirkjan lengi fermt 13 ára börn.

Bréfið í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert