Nú gæti farið að hilla undir fluglestina, sem fyrirhugað er að gangi á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar.
Fyrr í þessum mánuði samþykkti Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu drög að samstarfssamningi við Fluglestina - þróunarfélag um skipulagsmál vegna lestarinnar.
Samningurinn er nú til afgreiðslu hjá sveitarfélögunum og verði hann samþykktur gæti undirbúningsvinna fyrir framkvæmdirnar hafist í sumar. Að sögn Runólfs Ágústssonar, verkefnisstjóra hjá Ráðgjöf og verkefnastjórnun sem vinnur að framgangi málsins, verður samhliða því sem gengið verður frá samningunum fjölgað í fjárfestahópi verkefnisins.