Georg Breiðfjörð Ólafsson er við góða heilsu: Elsti karlmaðurinn frá upphafi 107 ára í dag

Georg Breiðfjörð Ólafsson fagnar 107 ára afmæli sínu í dag. …
Georg Breiðfjörð Ólafsson fagnar 107 ára afmæli sínu í dag. Er hann elstur þeirra karlmanna sem fæðst hafa hér á landi.

Georg Breiðfjörð Ólafs­son í Stykk­is­hólmi, elsti núlif­andi Íslend­ing­ur­in og um leið elsti karl­inn sem hef­ur fæðst á Íslandi, er 107 ára í dag.

Georg sló met Helga Sím­on­ar­son­ar á Þverá í Svarfaðar­dal í mars í fyrra en Helgi varð 105 ára og 345 daga.

Ágúst Ólaf­ur Georgs­son, einn þriggja sona Georgs, seg­ir hann við góða heilsu. „Hann er mjög minn­ug­ur og ern and­lega. Hann hef­ur að vísu séð illa í mörg ár en er ekki blind­ur,“ seg­ir Ágúst. Að sögn hans verður hald­in veisla fyr­ir nán­ustu fjöl­skyldumeðlimi í dag. „Hann er mjög vel viðræðuhæf­ur og hef­ur gam­an af því að fá fólk í heim­sókn til að spjalla við,“ seg­ir Ágúst.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert