Þarf að greiða kostnað að fullu

Konan verður komin inn í sjúkratryggingakerfið áður en barnið fæðist, …
Konan verður komin inn í sjúkratryggingakerfið áður en barnið fæðist, ef ekki þyrfti hún að greiða 154.000 kr. fyrir fæðingu á sjúkrahúsi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ung kona sem uppgötvaði að hún væri þunguð rétt áður en hún flutti frá Bandaríkjunum heim til Íslands þarf að greiða kostnað við mæðravernd að fullu.

Í reglum Sjúkratrygginga Íslands gildir sex mánaða biðregla fyrir einstaklinga sem flytja frá ríki utan EES til Íslands, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Hægt er að veita undanþágu frá sex mánaða reglunni í sérstökum tilfellum sem eru talin upp í lögum um sjúkratryggingar en meðganga fellur ekki undir það því hún telst ekki til sjúkdóms, margreynt hefur á það fyrir úrskurðarnefnd sjúkratrygginga. Ef einstaklingar fá ekki undanþágu frá 6 mánaða biðtíma þá er ekki um neina endurgreiðslu að ræða sem af lækniskostnaði hlýst.

Þessi biðtími er til þess að koma í veg fyrir að einstaklingar flytji hingað til að fá þjónustu sem sjúkratryggðir án þess að vera að flytja hingað í raun. Sjúkratryggingar Íslands hafa reynt að fá þennan tíma lækkaðan niður í þrjá mánuði en hafa ekki náð því í gegn.

Hefur konan hingað til þurft að greiða nær 100 þúsund krónur fyrir mæðraeftirlit og skoðanir. Verði hún ekki komin inn í sjúkratryggingakerfið fyrir fæðingu mun venjuleg fæðing kosta hana 154 þúsund krónur en keisaraskurður um milljón, komi til þess.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert