Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segist ekki kvíða vantrausttillögu sem von er á eftir páska frá stjórnarandstöðunni á Alþingi. Hann ræddi stöðu sína við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag.
Hann segist vonast til þess að stjórnarandstaðan guggni ekki á að koma með vantrausttillöguna. Alls sem hann gerði var að verja hagsmuni almennings þó svo það hafi verið á kostnað fjölskyldunnar. Hann hafi augljóslega ekki brotið siðareglur og haft góð siðferðileg sjónarmið að leiðarljósi.
Hann segir að sé ekkert nýtt að sótt sé að stjórnmálafólki af andstæðingum þeirra. Hann biður fólk að velta því fyrir sér hvað hafi komið fram varðandi félag í eiginkonu hans. Það sem hafi komið fram sé að hún hafi alltaf greitt skatta hér á landi. Það sem hann hafi barist fyrir sem stjórnmálamaður hafi bitnað á henni þrátt fyrir að hún hafi leitast við að forðast árekstra við störf hans í stjórnmálum.
Hann segir algjörlega fjarri sanni að hún sé með peninga geymda í skattaskjóli líkt og haldið hafi verið fram. Það hafi verið að ráðgjöf banka þeirra, Landsbankans, að það væri góð leið að vista fjármunina þar. Það sé ekki skattaskjól ef menn gefa alla peninga sína upp í heimalandinu líkt og eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, hefur gert.
Hvað snýr upp og niður?
Hér er hægt að hlusta á viðtalið á Sprengisandi