Verðfall á páskaeggjum í Leifsstöð

Verðið eins og það var áður.
Verðið eins og það var áður.

Verð á páskaeggjum í verslun Pure Food Hall í Leifsstöð hefur fallið talsvert síðan að fréttir bárust af því á föstudag að verðið þar væru allt að helmingi dýrari en í almennum verslunum.

Fyrri frétt: Eggin nær helmingi dýrari í Leifsstöð

Algengt verð er nú frá 13-25% lægra en áður. Verð á Kropp eggi er óbreytt á meðan laktósafrítt egg lækkaði um heil 43,5%.

Breytingin var gerð eftir að blaðamaður mbl.is hafði samband við rekstraraðila Pure Food Hall og spurðist fyrir um verðlagninguna. Bar verslunin við misskilningi og misjöfnum kjörum verslana hjá birgjum.

Verðið eins og það var auglýst seint í gær.
Verðið eins og það var auglýst seint í gær.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert