„Skiptir ótrúlegu máli hvar maður fæðist“

Martin Ingi Sigurðsson er að ljúka sérnámi sínu í svæfingarlækningum. …
Martin Ingi Sigurðsson er að ljúka sérnámi sínu í svæfingarlækningum. Hér sést hann að störfum í Rúanda á dögunum. mynd/Martin Ingi Sigurðsson

Heil­brigðisþjón­usta sem Vest­ur­landa­bú­ar taka sem gef­inni er ekki eins sjálf­sögð í fá­tæk­um ríkj­um eins og Rú­anda þar sem ís­lenski lækn­ir­inn Mart­in Ingi Sig­urðsson var ný­lega að störf­um með hópi banda­rískra hjarta­lækna. Eft­ir reynslu sína seg­ir Mart­in ótrú­legt hve miklu skipti hvar fólk fæðist í heim­in­um.

Á Íslandi og öðrum þróuðum ríkj­um geng­ur fólk út frá aðgengi að heil­brigðisþjón­ustu sem gefnu. Í Rú­anda, tæp­lega tólf millj­ón manna ríki í Aust­ur-Afr­íku, eru hins veg­ar eng­ar hjartaaðgerðir gerðar. Þeir sem þurfa á nauðsyn­leg­um aðgerðum að halda þurfa að fara til Ind­lands eða Suður-Afr­íku til að kom­ast í þær, hafi þeir ráð á að greiða fyr­ir þær sjálf­ir. Eins og gef­ur að skilja hafa langt því frá all­ir lands­menn tök á því.

Mart­in Ingi er á loka­metr­un­um í sér­fræðinámi sínu í svæf­ing­ar­lækn­ing­um við Brigham and Women's-sjúkra­hús­inu, kennslu­sjúkra­húsi Har­vard-há­skóla í Bost­on. Und­an­far­in níu ár hef­ur hóp­ur þaðan sem geng­ur und­ir nafn­inu Team Heart haldið til Rú­anda til að vinna með fólki sem þjá­ist af gigtsótt. Það er sjald­gæf lang­tíma­af­leiðing ómeðhöndlaðrar streptó­kokka­sýk­ing­ar.

„Lít­ill hluti fólks sem fær streptó­kokka­sýk­ingu lend­ir í því að sýk­ing­in ræðst á hjarta­lok­ur þess, eyðilegg­ur þær og veld­ur hjarta­bil­un. Það eru fjór­ar hjarta­lok­ur og hún get­ur í raun og veru eyðilagt þær all­ar. Þess­um sjúk­dómi er nú eig­in­lega út­rýmt á Vest­ur­lönd­um því fólk hef­ur mjög gott aðgengi að heil­brigðisþjón­ustu og sýkla­lyfj­um en í Afr­íku er þetta ennþá tals­vert vanda­mál. Það er tals­vert stór hóp­ur af ungu fólki þar sem er kom­inn með loka­stigs­hjarta­bil­un vegna þess að hjarta­lok­ur þess eru eyðilagðar af streptó­kokka­sýk­ingu,“ seg­ir Mart­in Ingi.

Til­tölu­lega auðvelt er að meðhöndla streptó­kokka­sýk­ing­ar en vanda­málið í Rú­anda er fyrst og fremst aðgengi lands­manna að heil­brigðisþjón­ustu. Mart­in Ingi seg­ir að þegar næsti heil­brigðis­starfsmaður sé í fjög­urra tíma göngu­fjar­lægð þá harki fólk bara af sér ef það fær slæma háls­bólgu eða streptó­kokka. Því fái ein­hver hluti fólks gigtsótt.

Martin Ingi (t.h.) og félagar hans úr Team Heart með …
Mart­in Ingi (t.h.) og fé­lag­ar hans úr Team Heart með ein­um sjúk­ling­anna sem skor­inn var upp. mynd/​Mart­in Ingi Sig­urðsson

Erfiðar ákv­arðanir um líf og dauða

Hóp­ur­inn frá Banda­ríkj­un­um fer þess vegna ár­lega til Rú­anda og finn­ur unga sjúk­linga með loka­stigs­hjarta­bil­un sem eiga inn­an við tólf mánuði ólifaða ef ekk­ert er að gert. Lækn­arn­ir gera opn­ar hjartaaðgerðir til að skipta um hjarta­lok­urn­ar og veita fólk­inu þannig nýtt líf.

Mart­in Ingi var einn af fjór­um svæf­ing­ar­lækn­um í hópn­um en auk þeirra voru hjartask­urðlækn­ar, gjör­gæslu­lækn­ar, lyfja­fræðing­ar og fé­lags­ráðgjaf­ar. Hóp­ur­inn þurfti að taka all­an búnað með sér og setja upp eig­in há­tækniskurðstofu, gjör­gæslu og legu­deild en yf­ir­völd í Rú­anda sáu þeim fyr­ir aðstöðu í höfuðborg­inni Kígalí.

Alls skimaði hóp­ur­inn 160 sjúk­linga en af þeim voru sex­tán vald­ir til að gang­ast und­ir aðgerð. Teymið hafði tíu daga til að setja upp aðstöðuna, gera aðgerðirn­ar og pakka sam­an aft­ur. Tvær aðger­ir voru gerðar á dag, átta daga í röð, og var vinnu­dag­ur­inn hjá lækn­un­um frá tólf til nítj­án tím­ar á dag. Mart­in Ingi sá um svæf­ing­arn­ar og hjarta­óman­ir á meðan á aðgerðunum stóð. Vanda þurfti valið á sjúk­ling­un­um enda aðeins tak­markaður fjöldi plássa í boði.

„Við reyn­um að velja sjúk­ling­ana þannig að þeir mega ekki vera það langt gengn­ir að við telj­um þá ekki munu lifa aðgerðina af en þeir mega held­ur ekki vera of stutt gengn­ir því að þá geta þeir kannski beðið þar til á næsta ári eða eft­ir hálft ár þegar annað teymi kem­ur sem ger­ir svipaðar aðgerðir. Við reyn­um að velja sjúk­ling­ana mjög vand­lega þannig að við tök­um alltaf sex­tán veik­ustu sjúk­ling­ana sem við telj­um samt að muni lifa aðgerðina,“ seg­ir Mart­in Ingi.

Þessi tak­markaði fjöldi þýddi hins veg­ar að meðlim­ir hóps­ins þurftu að taka erfiðar ákv­arðanir sem Mart­in Ingi seg­ir að þá ekki þurfa að standa frammi fyr­ir dags dag­lega.

„Á Íslandi eða Banda­ríkj­un­um myndi maður bara gefa öll­um tæki­færi á að fara í aðgerðina en þarna þarf maður virki­lega að velja úr. Það eru ein­hverj­ir sem við þurf­um að segja nei við sem við vit­um að munu senni­lega deyja án aðgerðar en eru svo veik­ir að við erum ekki viss um að þeir hafi aðgerðina og gjör­gæslu­leg­una af, vegna þess að við höf­um bara þessi sex­tán pláss. Ef við hefðum óend­an­lega mörg pláss eins og við höf­um bæði í Banda­ríkj­un­um og á Íslandi mynd­um við ör­ugg­lega gefa miklu fleiri séns á að fara í aðgerðina og sjá hvernig þeim myndi reiða af. Það er mikið af ákvörðunum sem eru tekn­ar þarna sem maður hef­ur ekki þurft að taka ann­ars staðar þar sem maður hef­ur unnið,“ seg­ir Mart­in Ingi.

Vinnudagarnir voru frá 10-17 tímum hjá Martin Inga (f.m.) og …
Vinnu­dag­arn­ir voru frá 10-17 tím­um hjá Mart­in Inga (f.m.) og fé­lög­um. Teymið gerði tvær aðgerðir á dag, átta daga í röð. mynd/​Mart­in Ingi Sig­urðsson

Þjálfa upp heima­menn

Eitt mark­mið teym­is­ins er að hjálpa til við að byggja upp heil­brigðisþjón­ustu sem teng­ist hjarta­sjúk­dóm­um í Rú­anda. Von­ir standi til að á næstu fimm til átta árum verði kom­inn spít­ali þar sem geti gert hjartaaðgerðir. Á meðan Team Heart var í land­inu þjálfuðu meðlim­ir hóps­ins upp heima­menn í svæf­ing­ar­lækn­ing­um.

„Það er einn skurðlækn­ir í sér­námi í hjartask­urðlækn­ing­um í Suður-Afr­íku en hann kem­ur alltaf heim þegar þetta teymi er í Rú­anda. Von­in er að hann verði hjartask­urðlækn­ir­inn þegar nýr spít­ali verður kom­inn sem hef­ur tök á að gera svona aðgerðir og aðrar hjartaaðgerðir,“ seg­ir Mart­in Ingi.

Kláruðu blóðið á sjúkra­hús­inu

Reynsl­una seg­ir Mart­in Ingi hafa verið ein­stak­lega góða en hann ætl­ar að sér­hæfa sig í hjarta­svæf­ing­um og gjör­gæslu­lækn­ing­um þegar hann lýk­ur sér­fræðinám­inu í svæf­ing­ar­lækn­ing­um í sum­ar. Aðstæður í Afr­íku­rík­inu eru enda allt aðrar en í Bost­on þar sem ein fremstu há­skóla­sjúkra­hús heims er að finna.

„Það er í raun­inni ótrú­legt hvað það skipt­ir miklu máli hvar maður er fædd­ur í heim­in­um, hvaða aðgengi maður hef­ur að heil­brigðisþjón­ustu og hlut­ir sem maður tek­ur al­ger­lega sem gefn­um þegar maður vinn­ur á Íslandi og í Banda­ríkj­un­um eru svo ótrú­lega langt í burtu,“ seg­ir Mart­in Ingi.

Team Heart var stofnað af læknum hjá Brigham and Women's-sjúkrahúsinu …
Team Heart var stofnað af lækn­um hjá Brigham and Women's-sjúkra­hús­inu í Bost­on en sjálf­boðaliðarn­ir koma nú víðar frá eft­ir því sem hóp­ur­inn hef­ur stækkað og fólk flutt sig til. mynd/​Mart­in Ingi Sig­urðsson

Sem dæmi nefn­ir hann blóðbanka. Lækn­ar hugsi yf­ir­leitt lítið um hvort þeir eigi blóð til þess að fram­kvæma skurðaðgerðir þar sem það er gefið að það sé til. Í Rú­anda sé það hins veg­ar meiri­hátt­ar vanda­mál.

„Við kláruðum blóðið á spít­al­an­um oft­ar en einu sinni og það er mjög óþægi­leg staða að vera í að það vanti blóð en geta ekki fengið það og fá að vita að það sé maður að keyra á mótor­hjóli ein­hvers staðar í höfuðborg­inni með blóð. Það er eitt­hvað sem maður lend­ir ekki í á Íslandi eða Banda­ríkj­un­um þar sem get­ur fengið blóð á fimmtán til þrjá­tíu mín­út­um. Þarna get­ur biðtími eft­ir blóði verið allt að átta tím­ar sem get­ur verið mjög óþægi­legt,“ seg­ir hann.

Það skemmti­lega fyr­ir þá sem hafa farið oft­ar en einu sinni með teym­inu til Rú­anda seg­ir Mart­in Ingi hins veg­ar það að marg­ir sjúk­ling­ar frá fyrri árum komi að heim­sækja það.

„Fólk sem leit ansi illa út fyr­ir nokkr­um árum lít­ur allt í einu vel út. Einn af þeim er núna lækna­nemi, sum­ir eru byrjaðir að vinna í borg­inni og hef­ur tek­ist að mennta sig. Það er mjög gleðilegt sér­stak­lega fyr­ir þá sem hafa komið áður,“ seg­ir Mart­in Ingi sem seg­ist von­ast til að sér bjóðist að fara aft­ur með þess­um hópi eða öðrum í framtíðinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert