Lögreglan á Blönduósi hefur stöðvað óvenju marga fyrir of hraðann akstur yfir páskahelgina. Að sögn lögreglumanns á vakt hafa á milli 30-40 bílar verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur það sem af er páskahelginni og var sá sem hraðast ók á um 140 km hraða.
Mjög mikil umferð hefur verið um páskana, en þó nokkuð var um að fólk héldi að norðan í bæinn í gær.