„Kemur okkur fullkomlega á óvart“

Ólöf Nordal segist ekki hafa vitað af því að félagið …
Ólöf Nordal segist ekki hafa vitað af því að félagið hefði verið á aflandssvæði.

Það kom Ólöfu Nor­dal, inn­an­rík­is­ráðherra „full­kom­lega á óvart“ að hún og eig­inmaður henn­ar, Tóm­as Sig­urðsson, væru á lista blaðamanna­sam­tak­anna ICIJ yfir fé­lög í skatta­skjól­um.

Þetta seg­ir Ólöf í tölvu­pósti sem hún sendi þing­mönn­um Sjálf­stæðis­flokks­ins í dag. Seg­ir hún fé­lagið sem um ræðir aldrei hafa verið í eigu henn­ar eða eig­in­manns henn­ar held­ur Lands­bank­ans í Lúx­em­borg. Að því er hún best viti hafi fé­lagið verið af­skráð árið 2008.

Ólöf grein­ir frá því að eig­inmaður henn­ar, Tóm­as Sig­urðsson, hafi unnið fyr­ir alþjóðlegt fyr­ir­tæki síðastliðin 12 ár. Hann hafi leitað ráðgjaf­ar hjá Lands­bank­an­um árið 2006 í tengsl­um við skipu­lagn­ingu fjár­mála sinna og þá ekki síst vegna kauprétt­ar­samn­inga sem áttu að losna í janú­ar 2007.

Lands­bank­inn hafi lagt til stofn­un er­lends fjár­fest­ing­ar­fé­lags. Tóm­as hafi hins­veg­ar hætt við og aldrei tekið við fé­lag­inu sem hafi því verið í eigu Lands­bank­ans í Lúx­em­borg. Nafn þeirra hjóna sé á list­an­um þar sem Tóm­as hafi fengið umboð á fé­lagið í und­ir­bún­ings­ferl­inu og óskað eft­ir því að Ólöf fengi slíkt hið sama.

„Við viss­um ekki fyrr en um dag­inn þegar ég var spurð um þetta mál - að fé­lagið var á af­l­ands­svæði. Okk­ar skiln­ing­ur við und­ir­bún­ing þessa var að þetta væri allt í Lux­em­borg,“ skrif­ar Ólöf.

„Ég vissi ekki nokk­urn skapaðan hlut um þetta mál og það kom mér al­veg í opna skjöldu. Þessi und­ir­bún­ing­ur átti sér stað árið 2006 áður en ég fór í stjór­mál.  Ekk­ert varð af neinu og því ekk­ert til að tala um.“   

Þá skrif­ar Ólöf að hún sé kom­in í stutt veik­inda­leyfi og þurfi að hvílast.

Bréf Ólaf­ar má lesa í heild sinni hér að neðan auk færslu henn­ar á Face­book um sama efni:

Sæl öll, 
 
Við láta ykk­ur vita af því að við Tóm­as erum á þess­um lista sem öllu tröllríður núna. 
 
Það kem­ur okk­ur full­kom­lega á óvart.   
 
Árið 2006 var Tóm­as að skipu­leggja fjár­mál­in sín, ekki síst vegna kauprétt­ar­samn­inga sem áttu að losna í janú­ar 2007.  Á þess­um tíma leit allt út fyr­ir að þeir yrðu verðmikl­ir.  Hann leitaði til Lands­bank­ans um ráðgjöf og þeir ráðlögðu hon­um að sett yrði af stað fjár­fest­inga­fé­lag hjá Lands­bank­an­um í Lux og hófu und­ir­bún­ing að því. Fljót­lega eft­ir að þetta gerðist fóru bréf­in að lækka í verði og Tóm­asi fannst ekk­ert fýsi­legt að selja þau leng­ur.  Það fór því þannig að hann tók aldrei við þessu fé­lagi og ekk­ert varð úr þess­um áform­um.   
 
Fé­lagið var sem sagt í eigu Lands­bank­ans í Lux­em­borg en ástæða þess að nafnið okk­ar er á þess­um lista er sú að Tóm­as fékk umboð á fé­lagið í und­ir­bún­ings­ferl­inu og óskaði eft­ir því að ég fengi slíkt hið sama. 
 
Við viss­um ekki fyrr en um dag­inn þegar ég var spurð um þetta mál - að fé­lagið var á af­l­ands­svæði. Okk­ar skiln­ing­ur við und­ir­bún­ing þessa var að þetta væri allt í Lux­em­borg. 
 
Ég vissi ekki nokk­urn skapaðan hlut um þetta mál  og það kom mér al­veg í opna skjöldu.  Þessi und­ir­bún­ing­ur átti sér stað árið 2006 áður en ég fór í stjór­mál.  Ekk­ert varð af neinu og því ekk­ert til að tala um.   
 
Ég vildi að þið vissuð þetta áður en þetta kem­ur fram.  
 
Eft­ir því sem við best vit­um var fé­lagið af­skráð árið 2008.  Ég mun senda til­kynn­ingu um þetta á fjöl­miðla síðar í dag.  Ég vildi að þið vissuð þetta fyrst en ég bið ykk­ur um að halda trúnað um þetta mál þar til til­kynn­ing­in kem­ur fram. 
 
Ann­ars er ég kom­in í veik­inda­leyfi, þarf að hvíla mig - blóðkorn­in eru lág eft­ir síðustu meðferð og ég þarf að ná upp orku fyr­ir vorið og verð því fjar­ver­andi í nokkra daga. 
 
Bestu kveðjur 
Ólöf  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka