Ríkið gefi foreldrum vöggugjöf

AFP

Sjö þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þess efnis að heilbrigðisráðherra verði falið „að skipa starfshóp sem hefji undirbúning að áhugakönnun og þarfagreiningu á opinberum stuðningi við verðandi foreldra í formi vöggugjafar sem innihaldi nauðsynjavörur fyrir ungabörn.“Fyrsti flutningsmaður er Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar en meðflutningsmenn koma úr Samfylkingunni og Vinstrihreyfingunni - grænu framboði auk Bjartrar framtíðar.

Starfshópurinn skuli gera tillögu að nánari útfærslu og skila skýrslu með niðurstöðum í síðasta lagi 1. október. „Vöggugjöf af þessum toga er táknræn með þeim hætti að hún býður hvern nýjan þjóðfélagsþegn velkominn. Gjöfin inniheldur það helsta sem hann þarf fyrstu mánuði ævinnar og snýr fyrst og fremst að rétti barnsins,“ segir í greinargerð þar sem vísað er til hliðstæðs fyrirkomulags í Finnlandi og Vínarborg.

„Með þessu móti mætti í senn tryggja nýfæddum börnum nauðsynlegan útbúnað og spara nýbökuðum foreldrum bæði fyrirhöfn og peninga sem kæmi sér sérstaklega vel fyrir þá foreldra sem hafa lítið á milli handanna.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert