Segir aflandsfélagið vera ekkert leyndarmál

Vilhjálmur Þorsteinsson.
Vilhjálmur Þorsteinsson.

Vil­hjálm­ur Þor­steins­son, gjald­keri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, grein­ir aðspurður frá því í umræðuþræði á Face­book að hann eigi fé­lag í Lúx­em­borg en landið hef­ur gjarn­an verið skil­greint sem skatta­skjól.

Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði í gær við mbl.is að það sam­rýmd­ist ekki því að gegna trúnaðar­störf­um fyr­ir Sam­fylk­ing­una og að tengj­ast fé­lög­um í skatta­skjól­um, enda hafi flokk­ur­inn tekið af­ger­andi af­stöðu gegn slíku.

Í umræðunni á Face­book þræðinum seg­ir Vil­hjálm­ur:

„Ég á fé­lag í Lúx­em­borg, Jón, það er ekk­ert leynd­ar­mál. Það er fullskatt­lagt fé­lag sem greiðir 21,84% tekju­skatt. Skatt­ar eru ekki ástæðan fyr­ir því að ég vil hafa fé­lagið þar, held­ur krón­an, gjald­eyr­is­höft­in og póli­tísk og efna­hags­leg áhætta á Íslandi. Ef við vær­um í ESB væri eng­in ástæða til að hafa fé­lagið er­lend­is. Hlut­ir mín­ir í sprota­fyr­ir­tækj­um hér inn­an­lands eru hins veg­ar að lang­mestu leyti í ís­lensku fé­lagi.“

Og fyrr í umræðunni seg­ir hann:

„Lúx­em­borg ætti reynd­ar ekki að nefna í sömu andrá og Panama og Tor­tóla (Jóm­frúareyj­ar) því landið er inn­an EES, hluta­fé­lög þar eru skatt­lögð hærra en á Íslandi (21,84% tekju­skatt­ur vs. 20%), og í gildi er tví­skött­un­ar­samn­ing­ur milli Íslands og Lúx­em­borg­ar.“

Sam­kvæmt þessu má telja að skatt­ar af fé­lagi Vil­hjálms hafi verið greidd­ir í Lúx­em­borg (21,84%) en ekki hér á landi. 

Hlekk á umræðuna má finna hér 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert