Þingflokkur Framsóknarflokksins samþykkti á fundi sínum nú síðdegis ályktun um að leynd verði aflétt af gögnum tengdum samskiptum við kröfuhafa föllnu bankanna. Þar með talið þegar nýju bankarnir voru afhentir kröfuhöfum í tíð síðustu ríkisstjórnar. Frumvarp þess efnis verði lögð fram á Alþingi.
Verði frumvarp þess efnis samþykkt þýðir það meðal annars að leynd verður aflétt á þeim gögnum sem eru geymd í sérstöku herbergi á nefndarsviði Alþingis en samþykkt var á síðasta kjörtímabili að 110 ára leynd yrði á þeim gögnum. Þingmenn geta skoðað gögnin einn í einu en mega ekki tjá sig um efni þeirra við aðra.
„Það er nauðsynlegt að fara ofan í öll þessi þjóðfélagslega mikilvægu mál, m.a. þau sem snúa að uppgjöri þrotabúa föllnu bankanna og það er fagnaðarefni að nú séu uppi umræður í samfélaginu að skoða þessi mál frá hruni til dagsins í dag,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þingsflokksformaður Framsóknar, í grein um málið á heimasíðu flokksins.