Ákvörðun á næstu dögum

Sandi dælt upp úr innsiglingunni í Landeyjahöfn.
Sandi dælt upp úr innsiglingunni í Landeyjahöfn.

„Upplýsingarnar sem við fáum eru þær að ríkisstjórnin muni á næstu dögum taka ákvörðun um smíði nýrrar ferju. Eins og staðan er núna megum við heldur engan tíma missa.“

Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í Morgunblaðinu í dag. Birt var í gær minnisblað frá Sigurði Áss Grétarssyni hjá Vegagerðinni þar sem fram kemur að módelprófanir af nýrri Vestmannaeyjaferju sýni að skv. núverandi hönnun geti frátafir í siglingum milli Eyja og Landeyjahafnar orðið 30 dagar á ári.

Áður var búist við að þeir væru aðeins 10 á ári. Þættirnir sem frátöfum geta valdið eru einkum og helst öldur, vindur, dýpi og slíkt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert