Greinir á um „dauðalistann“

Steingrímur og Vigdís voru sammála um að opinbera gögnin en …
Steingrímur og Vigdís voru sammála um að opinbera gögnin en ósammála um dauðalistann. Skjáskot af vef Ríkisútvarpsins

Vig­dís Hauks­dótt­ir og Stein­grím­ur J. Sig­fús­son eru sam­mála um að op­in­bera öll gögn um föllnu bank­ana og end­ur­reisn þeirra frá tíð síðustu rík­is­stjórn­ar. Þetta kom fram í Kast­ljósi kvölds­ins þar sem Vig­dís og Stein­grím­ur ræddu um hug­mynd­ir Fram­sókn­ar­flokks­ins um að af­nema 110 ára regl­una svo kölluðu. Ræddi Vig­dís m.a. um „dauðal­ist­ann“sem hún seg­ir hafa að geyma nöfn fyr­ir­tækja sem bank­arn­ir hafi mátt keyra í þrot.

„Þetta er mjög óeðli­legt, árið 2016, að loka gögn niðri með með þess­um hætti,“ sagði Vig­dís. „Við erum herlaust land, við erum ekki með leyniþjón­ustu þannig að okk­ar mati verðum við að færa þetta til baka, bara líka til þess að klára þessa tor­tryggni sem er út um allt í sam­fé­lag­inu.“

Stein­grím­ur sagði stjórn­völd bera skylda til að upp­lýsa al­menn­ing vegna þeirra at­b­urða sem hér hafi orðið og vegna ríkr­ar tor­tryggni sam­fé­lags­ins. Sagði hann stjórn­völd eiga að ganga eins langt og þau teldu sér fram­ast unnt í þess­um efn­um.

„Ég er mjög áhuga­sam­ur um að allt sem hægt er að gera op­in­bert í þess­um efn­um verði gert op­in­bert og sem mest af gögn­um sem varða það sem hér hef­ur gerst í banka­mál­um frá einka­væðingu bank­anna upp í gegn­um hrunið, að sjálf­sögðu þenn­an kafla sög­unn­ar sem snýr að upp­gjöri milli gömlu og nýju bank­anna og svo al­veg til dags­ins í dag – viðræður við kröfu­hafa und­an­farna mánuði og miss­eri og hvernig það varð niðurstaða að þeir greiddu stöðug­leika fram­lög en ekki miklu hærri stöðug­leika­skatt.“

„Yf­ir­gengi­leg þvæla“

Stein­grím­ur sagði þó áherslu Fram­sókn­ar á 110 ára regl­una svo­kölluðu byggja á mis­skiln­ingi þar sem henni væri ætlað að vernda viðkvæm­ar per­sónu­upp­lýs­ing­ar fólks á meðan það væri á lífi.

„Þessi regla sem fram­sókn­ar­menn hafa verið svona upp­tekn­ir af er al­ger­lega sér­tæk und­anþágu­heim­ild fyr­ir þjóðskjala­vörð og hef­ur ekk­ert með þau gögn sem eru á þingi að gera.“

Sagði Stein­grím­ur að meðal gagna frá fjár­málaráðuneyti Bjarna Bene­dikts­son­ar væru per­sónu­leg gögn ein­stak­linga sem ráðuneytið hefði ekki laga­heim­ild til að birta. Alþingi gæti vissu­lega ákveðið að breyta því en þyrfti þá einnig að taka ábyrgð á því að kannski væri þá gengið á rétt ein­hvers.

Vig­dís sagðist hafa boðið það fram að upp­lýs­ing­ar um fyr­ir­tæki eða ein­stak­linga sem „urðu fyr­ir barðinu á einka­væðingu bank­anna“ yrðu þurrkaðar út.

„Dauðalist­inn í heild sinni er t.d. í gögn­un­um sem eru niðri á Alþingi, hann er þar.“

Til­vera list­ans hef­ur verið dreg­in í efa og aðspurður þver­neitaði Stein­grím­ur fyr­ir til­vist hans.

„Þetta er bara yf­ir­gengi­leg þvæla,“ sagði Stein­grím­ur. „Er kannski verið að þvæla í þessu máli Vig­dís mín vegna þess að menn vilja gjarn­an tala um eitt­hvað annað þessa dag­ana en það sem brenn­ur á þjóðinni?“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka