Hættir sem gjaldkeri Samfylkingarinnar

Vilhjálmur Þorsteinsson hefur sagt af sér embættis gjaldkera Samfylkingarinnar.
Vilhjálmur Þorsteinsson hefur sagt af sér embættis gjaldkera Samfylkingarinnar.

Vil­hjálm­ur Þor­steins­son hef­ur ákveðið að segja af sér embætti gjald­kera Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Þetta kem­ur fram í pistli á vefsíðu hans, en í dag kom fram að hann ætti eign­ar­halds­fé­lag í Lúx­em­borg, en landið hef­ur gjarn­an verið skil­greint sem skatta­skjól. Vil­hjálm­ur tek­ur í pistl­in­um fram að ástæða staðsetn­ing­ar fé­lags­ins sé aft­ur á móti ekki tengd skatta­mál­um, held­ur „fyrst og fremst vegna krón­unn­ar, gjald­eyr­is­hafta og óstöðug­leika ís­lensks efna­hags- og stjórn­má­laum­hverf­is,“ eins og hann orðar það sjálf­ur.

Vil­hjálm­ur fer í pistl­in­um yfir ástæður þess að hann eigi fé­lag í Lúx­em­borg og hvernig skatta­mál­um hans sé háttað. Meðal ann­ars að hann greiði skatta vegna arðgreiðsla hér á landi o.s.frv. Seg­ir hann að þrátt fyr­ir þess­ar skýr­ing­ar sé svo „flókið eign­ar­halds- og fjár­fest­inga­dæmi hjá gjald­kera Sam­fylk­ing­ar­inn­ar – jafnaðarmanna­flokks Íslands“ ekki til þess fallið að fókusa umræðuna um af­l­ands­fé­lög og skatta­skjól á það sem máli skipt­ir, en Vil­hjálm­ur seg­ir það vera rík­is­stjórn­ina og stjórn­ar­meiri­hlut­ann í land­inu.

Seg­ist hann því styðja stjórn­ar­and­stöðuna í því að kalla fram ábyrgð rík­is­stjórn­ar­flokk­anna á sínu fólki, en jafn­framt segja af sér embætti gjald­kera Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert