Sjálfsvígum eldri borgara hefur fjölgað milli ára

Öll sjálfsvíg eiga sér einhverja forsögu um þunglyndi eða þunglyndiseinkenni …
Öll sjálfsvíg eiga sér einhverja forsögu um þunglyndi eða þunglyndiseinkenni en hjá öldruðum eiga sjálfsvíg sér lengri sögu en hjá þeim yngri. Auðvelt er að missa af þunglyndiseinkennum aldraðra. mbl.is/Styrmir Kári

Sjálfsvígum 60 til 80 ára og eldri fjölgaði árin 2013 og 2014, samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis. Fjórir eldri en 80 ára sviptu sig lífi árið 2014.

Aldrei hafa fleiri í þessum aldurshópi fallið fyrir eigin hendi en árið 2014 ef miðað er við tölur frá árinu 1996, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Þegar rýnt er í þessar tölur þá líta síðustu tvö ár ekki vel út og það vekur ugg. Ef þessi þróun heldur áfram næstu tvö árin er þetta virkilega eitthvað sem þarf að fylgjast með því þetta getur verið mælikvarði á heilsu og hag aldraðra,“ segir Sigurður Páll Pálsson geðlæknir á Landspítala.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert