Á þremur aflandseyjum

Vilhjálmur Þorsteinsson.
Vilhjálmur Þorsteinsson.

Vil­hjálm­ur Þor­steins­son fjár­fest­ir hef­ur frá alda­mót­um byggt upp eign­ar­halds­fé­lag sem hef­ur tengsl við mörg skatta­skjól.

Þannig hef­ur fé­lag hans, Me­son Hold­ing, sem er skráð í Lúx­em­borg, átt að fullu fé­lög í Gu­erns­ey og á Kýp­ur. Þá hafa full­trú­ar, eða fé­lög, frá Tor­tóla á Jóm­frúreyj­um, Bel­ize og Sviss átt sæti í eign­ar­halds­fé­lag­inu. Vil­hjálm­ur var skráður í stjórn fé­lags­ins árið 2007 en var af­skráður 2010.

Vil­hjálm­ur sagði af sér sem gjald­keri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í fyrra­dag vegna um­fjöll­un­ar um eign­ar­halds­fé­lagið. At­hug­un á skjöl­um fé­lags­ins í fyr­ir­tækja­skrá Lúx­em­borg­ar bend­ir til að Vil­hjálm­ur hafi enn ekki gert fulla grein fyr­ir fjár­fest­ing­um sín­um í af­sagn­ar­bréfi sínu á Eyj­unni.

Þá virðist eign­ar­halds­fé­lag hans í Lúx­em­borg hafa fram­an af verið skatt­frjálst að mestu. Hins veg­ar ritaði Vil­hjálm­ur á Face­book-síðu í fyrra­dag að hann hefði ekki skráð fé­lagið í Lúx­em­borg af skatta­leg­um ástæðum, held­ur vegna ókosta krón­unn­ar sem gjald­miðils. Fé­lagið var með krónu sem upp­gjörs­mynt þar til í árs­byrj­un 2014, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka