Athugasemdir íbúa við KHÍ-reit hunsaðar

Borg­ar­ráð samþykkti í gær til­lögu að nýju deili­skipu­lagi á svo­nefnd­um Kenn­ara­há­skólareit við Stakka­hlíð, þar sem fyr­ir­hugað er að þétta byggð með 160 íbúðum, þar af 100 fyr­ir náms­menn og 60 fyr­ir eldri borg­ara.

Borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins sátu hjá við af­greiðslu máls­ins. Í bók­un benda þeir m.a. á að þrátt fyr­ir hörð mót­mæli íbúa í hverf­inu, síðast á borg­ar­a­fundi 9. mars sl., hafi til­lög­unni verið í engu breytt.

Eng­in merki sjá­ist þess að tekið hafi verið til­lit til sjón­ar­miða íbú­anna. Velta þeir fyr­ir sér til­gangi op­inna sam­ráðsfunda, und­ir því yf­ir­skini að verið sé að vinna með íbú­um að mót­un deili­skipu­lags, ef ekk­ert til­lit er síðan tekið til ábend­inga og at­huga­semda íbúa.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert