Um 36% myndu kjósa Pírata ef gengið væri til kosninga í dag. Rúmlega 23% myndu kjósa Sjálfstæðisflokksins, liðlega 12% Framsóknarflokkinn og 11% Vinstri græn, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup.
Afar litlar breytingar eru á fylgi flokkanna á milli mánaða, eða á bilinu 0,1 til 1,1 prósentustig.
Um 9% myndu kjósa Samfylkinguna, rúmlega 3% Bjarta framtíð, liðlega 2% Viðreisn og tæplega 3% myndu kjósa aðra flokka eða framboð.
Tæplega 10% svarenda segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag. Nær 11% taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp.