Stjórn Auðhumlu sem er móðurfélag Mjólkursamsölunnar hefur ákveðið að leggja 20 króna gjald á hvern lítra mjólkur sem framleiddur er umfram greiðslumark.
Gjaldtakan hefst 1. júlí. Tilgangurinn er að slá á mjólkurframleiðsluna sem er allt of mikil, að sögn Egils Sigurðssonar, formanns stjórnar Auðhumlu.
Mjólkursamsalan hefur greitt bændum fullt verð fyrir mjólk, hvort sem hún er innan eða utan kvóta. Tilgangurinn var að bregðast við hráefnisskorti sem gerði vart við sig á árunum 2013 og 2014. Lofað var fullu verði út þetta ár. Í Morgunblaðinu í dag segir Egill að bændur séu óþarflega duglegir við að framleiða mjólk.