Seldi hlutann degi fyrir breytingu á lögum

Hjónin Anna Sigurlaug Pálsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Hjónin Anna Sigurlaug Pálsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Eva Björk

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson átti 50 prósenta hlut á móti eiginkonu sinni Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur í aflandsfélaginu Wintris Inc. frá stofnun þess og í tvö ár, allt fram á gamlársdag 2009. Þá seldi hann Önnu sinn hluta á einn Bandaríkjadal. Daginn eftir gengu í gildi lög sem sett voru til höfuðs aflandsfyrirtækjum. Sigmundur þurfti ekki að gefa neinar upplýsingar um félagið, starfsemi eða afkomu þess til yfirvalda hér á landi þar sem samningurinn var dagsettur á gamlársdag 2009.

Þetta kemur fram í sérstökum Kastljósþætti kvöldsins.

Eitt þeirra skjala sem blaðamenn hafa undir höndum sýnir eignarhald …
Eitt þeirra skjala sem blaðamenn hafa undir höndum sýnir eignarhald Wintris. Skjáskot tekið af heimasíðu Sueddeutsche Zeitung. Skjáskot

Í viðtali við sænska ríkissjónvarpið sem tekið var í ráðherrabústaðnum og sýnt í þættinum neitaði Sigmundur Davíð að hafa nokkra tengingu við aflandsfélög. Sagðist hann alltaf hafa gefið eigin eignir og eignir fjölskyldumeðlima upp til skatts og sagðist staðfesta að hann hefði aldrei falið eignir.

„Eignir mínir hafa alltaf verið á borðinu.“

Málið varðar skjöl frá panömsku lög­fræðistof­unni Mossack Fon­seca sem hef­ur m.a. sér­hæft sig í að út­vega viðskipta­vin­um evr­ópskra banka fé­lög í skatta­skjól­um. Hefur málið verið kennt við Panamaskjölin. Landsbankinn í Lúxemborg er tengdur 404 félögum sem Mossac Fonseca setti á laggirnar en aðeins sex bankar af yfir 300 áttu umsvifameiri viðskipti við stofuna.

Tölvupóstur frá Landsbankanum í Lúxemborg til Mossfon í Luxemborg varðandi …
Tölvupóstur frá Landsbankanum í Lúxemborg til Mossfon í Luxemborg varðandi stofnun Wintris. „POA“ stendur fyrir „power of attorney“. Skjáskot

Eftir að fréttamaður SVT hóf að spyrja Sigmund um Wintris fóru að renna tvær grímur á forsætisráðherrann. Sagði hann Wintris tengt fyrirtæki sem hann var í stjórn í og að félagið hefði verið á skattaskýrslu hans frá byrjun.

Þá gekk Jóhannes Kr. Kristjánsson inn í stofuna og settist við hlið fréttamanns SVT. Hóf hann að spyrja Sigmund á íslensku um Wintris og hagsmunaskráningu þingmanna en Sigmundur brást ókvæða við.

„Þú ert að spyrja mig um hluti sem ég er ekki einu sinni búinn að kynna mér. Þú ert að spyrja mig um einhverja tóma vitleysu, þú ert að plata mig í viðtal.“

Fljótlega stóð Sigmundur upp og gerði sig líklegan til að yfirgefa herbergið. Þegar Kristján spurði hvort félagar Sigmundar í InDefence vissu af aflandsfélaginu svaraði Sigmundur: „Hvaða atriði ertu að reyna að búa til hérna?“ og gekk út.

11 núverandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtogar eiga eða hafa átt aflandsfélög …
11 núverandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtogar eiga eða hafa átt aflandsfélög samkvæmt skjölunum, m.a. Hamad bin Khalifa Al thani sem Al Thani- málið svokallaða er kennt við. Skjáskot af RÚV
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert