„Þetta sem þarna kom fram er í sjálfu sér ekkert nýtt,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, eftir Kastljósþáttinn um Panamaskjölin.
Í kvöldfréttum RÚV var hann spurður hvaða ályktanir hann drægi af þeirri tímasetningu að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefði breytt eignarhaldi á aflandsfélaginu Wintris, daginn áður en lög tóku gildi um skattlagningu eigna í aflandsfélögum, svaraði Sigurður Ingi: „Fyrst og fremst þá að þau voru að fara að ganga frá brúðkaupi sínu,“ en annars sagðist Sigurður ekki geta svarað fyrir einstakar dagsetningar.
Sigurður var þá spurður hvernig honum þætti þetta líta út. „Eins og framsetningin var leit þetta kannski ekki nægilega vel út, en eins og hann hefur lýst þessu í sínum greinargerðum á er bara fullkomlega eðlileg atburðarás í málinu.“
Hér má sjá viðtalið við Sigurð Inga á vef RÚV í heild.