„Hvaða atriði ertu að reyna að búa til hérna?“

Fljótlega fóru að renna tvær grímur á Sigmund Davíð.
Fljótlega fóru að renna tvær grímur á Sigmund Davíð. Skjáskot af ruv.is

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráðherra Íslands, gekk á dyr í kjöl­far þess að Sven Bergman, sjón­varps­maður SVT, og Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son hjá Reykja­vík Media hófu að spyrja hann um eign­ar­hald á Wintris Inc. Viðtalið var hluti af sér­stök­um þætti af Kast­ljós­inu um tengsl ís­lenskra stjórn­mála­manna við af­l­ands­fé­lög.

Sig­mund­ur átti 50 pró­sent hlut í fé­lag­inu, sem skráð er á Tor­tóla, á móti eig­in­konu sinni, Önnu Sig­ur­laugu Páls­dótt­ur, fram til árs­loka 2009. Þá seldi hann henni hlut­inn á einn Banda­ríkja­dal.

Viðtal Bergman og Jó­hann­es var tekið hinn 11. mars sl. í ráðherra­bú­staðnum. Upp­haf­lega var Jó­hann­es ekki í her­berg­inu og Sig­mund­ur virðist hvorki hafa vitað af því að hann myndi stíga inn í né um efni viðtals­ins.

Hér á eft­ir fer viðtalið í heild sinni.

Viðtalið hófst á al­menn­um spurn­ing­um um skatta­skjól

Bergman: Ég komst að því að ís­lensk yf­ir­völd samþykktu að skatta­yf­ir­völd keyptu viðkvæm skatta­gögn. Af hverju er það mik­il­vægt?

Sig­mund­ur: Nú, það er mik­il­vægt að end­ur­heimta traust í ís­lensku þjóðfé­lagi, traust til stjórn­valda aug­ljós­lega en jafn­framt til fjár­mála­kerf­is­ins og hvernig við hög­um mál­um okk­ar. Fólk missti trúna á marg­ar stofn­an­ir og aug­ljós­lega á stjórn­mál­un­um og bönk­un­um við hrunið. Og að treysta þýðing­ar­mikl­um stofn­un­um er afar mik­il­vægt og dýr­mætt fyr­ir sam­fé­lagið. Svo við vilj­um sýna að við lát­um einskis ófreistað.

Bergman: Hvað finnst þér sjálf­um um fólk og fyr­ir­tæki sem nota skatta­skjól til að fela eign­ir til dæm­is.

Sig­mund­ur: Á Íslandi eins og í flest­um nor­ræn­um sam­fé­lög­um eða öll­um nor­ræn­um sam­fé­lög­um, býst ég við, leggj­um við ríka áherslu á að hver og einn borgi sinn skerf. Af því að við erum með stórt...Litið er á sam­fé­lagið sem stórt verk­efni sem hver og einn verður að taka þátt í. Þegar svo ein­hver svíkst und­an sam­fé­lag­inu er litið á það mjög al­var­leg­um aug­um hér á Íslandi. Við höf­um reynt, auðvitað, að fá fólk til að greiða skatt­ana sína en einnig lagt áherslu á að rann­saka hvað fór áður úr­skeiðis. Það snýr að ein­hverju leyti að því að varðveita þau gildi sem flest­ir hafa í há­veg­um í okk­ar heims­hluta. Að manni ber að greiða skatta sína.

Þá fóru spurn­ing­arn­ar að snú­ast um Sig­mund sjálf­an og á hann tóku að renna tvær grím­ur.

Bergman: En hvað um þig, herra for­sæt­is­ráðherra? Hef­ur þú eða hef­ur þú haft ein­hver tengsl við af­l­ands­fé­lag?

Sig­mund­ur: Ég? Nei, nú... Íslensk fyr­ir­tæki, og ég hef starfað hjá ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um, höfðu tengsl við af­l­ands­fé­lög, jafn­vel – hvað heit­ir það nú, verka­lýðsfé­lög­in... Svo það hefði verið í gegn­um slíkt fyr­ir­komu­lag en ég hef ætíð gefið upp all­ar mín­ar eign­ir og fjöl­skyldu minn­ar upp við skatt­inn svo að það hef­ur aldrei verið svo að eig­ur mín­ar séu fald­ar nokk­urs staðar. Þetta er óvenju­leg spurn­ing fyr­ir ís­lensk­an stjórn­mála­mann að fá. Það er næst­um eins og verið sé að ásaka mann um eitt­hvað. En ég get staðfest það að ég  hef aldrei leynt nein­um eigna minna.

Bergman: Af­sakaðu ókurt­eis­ina, ég vil ekki vera ókurt­eis. Ég vildi bara spyrja þig per­sónu­lega hvort þú hefðir nokkru sinni sjálf­ur haft tengsl við af­l­ands­fé­lag?

Sig­mund­ur: Eins og ég sagði þá hafa eign­ir mín­ar ætíð verið uppi á borðum.

Bergman: Herra for­sæt­is­ráðherra, hvað get­urðu sagt mér um fyr­ir­tækið Wintris?

Sig­mund­ur: Umm, það er fyr­ir­tæki, ef ég man það rétt, sem er tengt við eitt þeirra fyr­ir­tækja sem ég gegndi stjórn­ar­mennsku í og það hafði viðskipta­reikn­ing, sem eins og ég minnt­ist á, hef­ur verið tal­inn fram á skatt­skýrslu frá því það var stofnað.

Mér eru farn­ar að þykja spurn­ing­arn­ar und­ar­leg­ar því það er eins og þú sért að ásaka mig um eitt­hvað þegar þú spyrð mig út í fyr­ir­tæki sem hef­ur verið á skatt­skýrslu minni frá upp­hafi.

Sigmundur stóð upp stuttu eftir að Jóhannes settist niður.
Sig­mund­ur stóð upp stuttu eft­ir að Jó­hann­es sett­ist niður. Skjá­skot af ruv.is

 Í því sem Sig­mund­ur sleppti orðinu gekk Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son inn og sett­ist við hlið Bergmans.

Bergman: Það hlýt­ur að vera í lagi fyr­ir mig sem blaðamann að spyrja for­sæt­is­ráðherr­ann um per­sónu­leg...

Sig­mund­ur: En þú ert að gefa í skyn að ég hafi ekki borgað skatta af því.

Bergman: Nei, ég spyr bara spurn­inga. En hvað smá­atriðin snert­ir lang­ar mig að biðja fé­laga minn að gera það á ís­lensku því ég er ekki með smá­atriðin á hreinu.

Jó­hann­es: Af hverju hef­urðu ekki sagt frá því...

Sig­mund­ur: (gríp­ur frammí) Ég skal taka þetta viðtal við þig seinna..

Jó­hann­es: Nei, af hverju hafðirðu ekki sagt frá því að þú vær­ir tengd­ur af­l­ands­fé­lag­inu Wintris.

Sig­mund­ur: Heyrðu, ég skal veita þér þetta viðtal ef þú biður mig...

Jó­hann­es: Ég er að taka viðtalið núna, Sig­mund­ur, þú get­ur svarað þessu, þú ert for­sæt­is­ráðherra þjóðar­inn­ar...

Sig­mund­ur: Al­gjör­lega.

Jó­hann­es:... þú get­ur svarað þess­um spurn­ing­um.

Sig­mund­ur: Vegna þess, eins og ég var að lýsa hérna áðan, þetta kem­ur fram á skatt­skýrsl­unni minni og hef­ur gert frá upp­hafi. Það er verið að reyna að gera eitt­hvað tor­tryggi­legt sem ég hef gefið upp alla tíð.

Jó­hann­es: Hef­urðu gefið þetta fé­lag upp til skatts?

Sig­mund­ur: Al­gjör­lega.

Jó­hann­es: Af hverju gafstu þetta ekki upp í hags­muna­skrán­ingu þing­manna eft­ir að þú varst kjör­inn á þing?

Sig­mund­ur: Vegna þess að hags­muna­skrán­ing þing­manna náði til til­tek­inna atriða og öll þau atriði sem hags­muna­skrán­ing þing­manna nær til voru gef­in upp. Þetta sem þú varst að tala um var eitt­hvað sem var búið til af ein­hverj­um banka á sín­um tíma en gefið upp frá fyrsta degi. Þannig að...

Jó­hann­es: (gríp­ur inn í) Átt þú þetta fé­lag eða?

Sig­mund­ur: Kon­an mín seldi hlut í fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­inu, það fór í ein­hverja um­sjón í bank­an­um, bank­inn setti upp eitt­hvert fyr­ir­komu­lag á því og úr varð þetta fyr­ir­tæki, (slær á læri sér) ég kann ekki einu sinni á þetta allt sam­an, en allt gefið upp til skatts frá upp­hafi.

Um leið og Sig­mund­ur sleppti orðinu stóð hann upp og bjó sig til að ganga út úr her­berg­inu.

Jó­hann­es: En hvaða eign­ir eru í fé­lag­inu? Við vit­um um það að Wintris var kröfu­hafi og er kröfu­hafi í föllnu bönk­un­um.

Sig­mund­ur: Þú ert að spyrja mig um hluti sem ég er ekki einu sinni bú­inn að kynna mér....

Jó­hann­es: (gríp­ur inn í) Þú seld­ir þinn hlut í fé­lag­inu fyr­ir einn doll­ara...

Sig­mund­ur: Nei nei nei.

Jó­hann­es: ....2009.

Sig­mund­ur: Þú ert að spyrja mig um ein­hverja tóma vit­leysu. Þú plat­ar mig í viðtal á fölsk­um for­send­um...

Jó­hann­es: Ég er með und­ir­skrift­ina þína hérna, Sig­mund­ur.

Sig­mund­ur: Já.

Jó­hann­es: Viltu sjá hana?

Sig­mund­ur: Já, ég meina þetta er bara...

Bergman: Með fullri virðingu, herra for­sæt­is­ráðherra, þá hlýt­ur að vera í lagi að spyrja þess­ara spurn­inga.

Jó­hann­es rétti upp blað og sýndi Sig­mundi.

Jóhannes sýndi Sigmundi undirskriftina á kaupsamningnum.
Jó­hann­es sýndi Sig­mundi und­ir­skrift­ina á kaup­samn­ingn­um. Skjá­skot af ruv.is

 

Jó­hann­es: Á gaml­árs­dag 2009.

Sig­mund­ur: Þegar þú biður mig að koma í viðtal þá verðurðu að gefa mér tæki­færi til að kynna mér það sem þú ætl­ar að spyrja um.

Jó­hann­es: Þú hlýt­ur að vita um fé­lagið, þú seld­ir kon­unni þinni fé­lagið, helm­ing­inn í fé­lag­inu, fyr­ir einn doll­ara.

Sig­mund­ur: Seldi ég kon­unni minni? Ég var ekki einu sinni gift­ur á þess­um tíma. Ég er bara að segja þér að...

Jó­hann­es: Anna Sig­ur­laug er kon­an þín.

Sig­mund­ur:...ég er bara að segja þér að þetta hef­ur allt verið gefið upp til skatts frá upp­hafi þannig að þið eruð að reyna að gera eitt­hvað tor­tryggi­legt sem er ekki tor­tryggi­legt.

Jó­hann­es: Vita fé­lag­ar þínir í InD­efence að þú haf­ir átt af­l­ands­fé­lag sem...

Sig­mund­ur: Hvaða atriði ertu að reyna að búa til hérna?

Að þess­um orðaskipt­um lokn­um gekk Sig­mund­ur á dyr og þar með lauk viðtal­inu.

Í þætt­in­um kom fram að Sig­mund­ur hefði ekki þegið ít­rekuð boð um að koma aft­ur í viðtal til að út­skýra aðkomu að Wintris. Aðstoðarmaður hans hefði boðið frétta­mönn­um að koma á fund þar sem ræða átti málið með því skil­yrði að ekki mætti vitna í efni fund­ar­ins. Því boði hefði verið hafnað. Viðtalið hefði síðan leitt til þess að Anna Sig­ur­laug Páls­dótt­ir, eig­in­kona for­sæt­is­ráðherra, ákvað að upp­lýsa um til­vist Wintris á Face­book-síðu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert