Vilhjálms ekki getið í gögnunum

Vilhjálmur Þorsteinsson
Vilhjálmur Þorsteinsson

Panamaskjölin svonefnd hafa ekki að geyma nafn Vilhjálms Þorsteinssonar, fjárfestis og fyrrverandi gjaldkera Samfylkingarinnar. Þetta er haft eftir Jóhannesi Kr. Kristjánssyni hjá Reykjavik Media á fréttavef Ríkisútvarpsins.

Fram kom í fjölmiðlum á dögunum að nafn áhrifamanns í Samfylkingunni væri að finna í gögnunum og í kjölfarið upplýsti Vilhjálmur á samfélagsvefnum Facebook að hann ætti félag í Lúxemborg. Í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar sagði hann af sér sem gjaldkeri. Morgunblaðið greindi síðan frá því í kjölfarið að hann tengdist félögum meðal annars á Guernsey og á Kýpur. Þá hafi fulltrúar, eða félög, frá Tortóla á Jómfrúreyjum, Belize og Sviss átt sæti í eignarhaldsfélaginu í Lúxemborg, Meson Holding.

Haft er eftir Jóhannesi að leitað hafi verið að nafni Vilhjálms í skjölunum, sem koma frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca í Panama, en það ekki fundist. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka