Forseti Íslands ber sérstaka ábyrgð

Svanur Kristjánsson prófessor.
Svanur Kristjánsson prófessor.

Svanur Kristjánsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir að forseti Íslands beri ábyrgð á áframhaldandi setu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem forsætisráðherra. Hann segist ekki verða undrandi ef í vikulok skipi forsetinn utanþingsstjórn.

„Forseti Íslands ber sérstaka ábyrgð á Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni sem forsætisráðherra,“ skrifar Svanur í færslu á facebooksíðu sinni. „Við stjórnarmyndun 2013 gekk forsetinn framhjá Bjarna Benediktssyni, formanni stærsta flokksins, en valdi formann þess næststærsta.“

Frétt mbl.is: Forsetinn flýtir heimför

Svanur rifjar upp að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafi útskýrt þessa ákvörðun sína í maí árið 2013 og sagt: „Ég valdi leiðtoga Framsóknarflokksins, en í kosningabaráttu sinni lagði hann mesta áherslu á að takast á við skuldir heimilanna og beita þá vogunarsjóði, eða hvað þeir kallast, þrýstingi svo þeir næðu ekki fram þeim gífurlega hagnaði sem þeir hugðust ná fram í íslensku bankakreppunni. Það var mjög athyglisverður lýðræðislegur sigur og þess vegna veitti ég honum umboð til að leiða næstu ríkisstjórn.“

Svo skrifar Svanur:

„Forseti Íslands tók sér vald til að velja Sigmund Davíð í embætti forsætisráðherra íslenska lýðveldisins. Forseti Íslands ber því ábyrgð á áframhaldandi setu hans sem forsætisráðherra.

Öllu valdi verður nefnilega að fylgja ábyrgð. Forseti Íslands er á heimleið til að gegna skyldum sínum. Ég yrði ekki undrandi ef í vikulok skipi forseti Íslands utanþingsstjórn. Nýr forsætisráðherra og forseti Íslands rjúfi síðan þing - þingkosningar verði skömmu eftir forsetakosningar.“

Ágætu FB-vinir !Utanþingsstjórn og þingrof í lok vikunnar ?Þingkosningar í haust ?Ólafur Ragnar Grímsson, forseti ...

Posted by Svanur Kristjánsson on Monday, April 4, 2016
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka