Ræða hæfi Sigmundar Davíðs

Sigmundur Davíð, forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð, forsætisráðherra. mbl.is/Styrmir Kári

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd mun koma saman í hádeginu í dag og ræða aflandsfélög og hæfi ráðherra. Þetta kemur fram á vefsíðu Alþingis. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, fer með formennsku í nefndinni. 

Þingfundur hefst klukkan 15 þar sem óundirbúnar fyrirspurnir eru meðal dagskrárliða. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 17 til að krefjast afsagnar forsætisráðherra. Rúmlega sjö þúsund manns hafa boðað komu sína. 

Birgitt aJóns­dótt­ir, þing­maður Pírata, sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að lögð verði fram van­traust­stil­laga gegn rík­is­stjórn­inni í dag. Þing­flokks­for­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar sendu beiðni til þing­for­seta um að nefnd­ar­fund­um fyrir  hádegi í dag yrði frestað. 

For­menn og þing­flokks­for­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar munu hitt­ast á fundi fyrir hádegi í dag vegna máls­ins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka