Sigmundur yfirgaf þingsalinn

Sigmundur Davíð yfirgaf þingsal rétt fyrir klukkan 17 í dag.
Sigmundur Davíð yfirgaf þingsal rétt fyrir klukkan 17 í dag. mbl.is/Eggert

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur yfirgefið þingsal þar sem fram fer umræða um fundarstjórn þingsins auk óundirbúins fyrirspurnartíma. 

Sigmundur sagði í samtali við fjölmiðla þegar hann yfirgaf þingsalinn að hann væri að verða of seinn. Hvert ferðinni var heitið lét hann hins vegar ekki uppi. 

Þingfundur hefur nú staðið í tæpa tvo klukkutíma. Sigmundur Davíð er hingað til eini meðlimur stjórnarflokkanna tveggja sem hafa tekið til máls á fundinum. 

Sjá frétt mbl.is: Nefndi ým­is­legt í „óðag­oti“

Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 17, en nú þegar hefur fjöldi fólks safnast saman fyrir Alþingishúsið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert