Allir nema einn þingmaður Framsóknarflokksins studdu þá tillögu að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stigi til hliðar sem forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, taki við embætti forsætisráðherra.
Þetta kemur fram í viðtali við Sigurð Inga í Kastljósi RÚV, en þar segist Sigurður Ingi enn fremur að Sigmundur Davíð hafi rætt við sig um þá þingrofshugmyndina áður en hann fór á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands.