Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lenti í Keflavík á sjöunda tímanum á morgun. Hann hefur dvalið í Bandaríkjunum síðustu daga ásamt fjölskyldu sinni. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er einnig kominn til Íslands.
Mun Bjarni hitta Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fyrir hádegi í dag en það verður hans fyrsta verk eftir heimkomuna, líkt og kemur fram í Morgunblaðinu í dag.
Þá mun hann einnig funda með þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Ræddi hann við sitt fólk í gegnum fjarfundabúnað í gær.
Ekki liggur fyrir hvernig dagskrá Bjarna verður háttað fyrir hádegi.
Bjarni sagðist í viðtali við Ríkisútvarpið í gærkvöldi ekki hafa rætt við Sigmund Davíð í gær. Þá hafi hann ekki talað við Ólaf Ragnar í nokkurn tíma.
Forsteinn var staddur erlendis í einkaerindum en flýtti heimferð sinni að sögn Örnólfs Thorssonar forsetaritara. Hann vildi ekki tjá sig um ástæðu þess að forsetinn ákvað að flýta ferð sinni heim.