Boðað til mótmæla í dag

Frá Austurvelli í gær.
Frá Austurvelli í gær. mbl.is/Styrmir Kári

Boðað hef­ur verið til mót­mæla á Aust­ur­velli ann­an dag­inn í röð. Mót­mæl­in hefjast kl. 17 líkt og í gær. Það er hóp­ur­inn Bein­ar aðgerðir sem boðar til mót­mæl­anna. 

Á Face­book-síðu viðburðar­ins seg­ir: 

Kom­um sam­an á Aust­ur­velli að nýju og höld­um í hit­ann sem hef­ur mynd­ast - með hljóðfæri, eldivið, mat, drykk og bar­áttugleðina við hönd! Þess­ari rík­is­stjórn verður að koma frá, þó það sé bara byrj­un­in. Hafið sam­band við vini og deilið eft­ir öll­um mögu­leg­um leiðum - líka sím­leiðis og eft­ir áhrifa­rík­ari leiðum en face­book býður upp á: Lát­um ekki bar­áttu­eld­inn slökkna fyrr en tak­mark­inu hef­ur verið náð!

Í sam­tali mbl.is við lög­reglu eft­ir mót­mæl­in í gær kom fram að um níu þúsund manns hefðu mót­mælt á Aust­ur­velli en skipu­leggj­end­ur töldu að þangað hefðu 23 þúsund manns komið. Þess var kraf­ist að Alþing­is­kosn­ing­ar færu fram þegar í stað. 

Að sögn lög­reglu voru all­ar nær­liggj­andi göt­ur yf­ir­full­ar og mis­ræmið kann að skýr­ast af því að töl­ur skipu­leggj­enda miðast við gegn­um­streymi á torg­inu á ein­hverj­um tíma.

Frétt mbl.is: Hiti í mönn­um ut­an­húss sem inn­an

Frétt mbl.is: „Vilj­um bara burt með þessa stjórn“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert