Farfuglarnir koma heim

Farfuglarnir komu til landsins í hópum um síðustu helgi. Náttúran er öll að lifna við og vor í lofti. Búast má við enn fleiri farfuglum næstu daga.

Á Facebook-síðunni Birding Iceland er sagt frá því að jaðrakan hafi sést á Suðvesturlandi. Einnig fjölgaði blesgæsum á Suður- og Vesturlandi og víða hefur fólk séð heiðlóur. Einnig hafði sést til fyrsta kjóans á Suðausturlandi fyrir helgina, hrossagauks og maríuerlu sem sást á Þórshöfn í fyrradag. Þá hafði sést lundi hinn 30. mars.

Fuglaathugunarstöð Suðausturlands greindi frá því að starfsmenn hennar hefðu verið að merkja skógarþresti í gær. Þá fréttist af fyrstu heiðlóunum á Suðausturlandi í fyrradag. Þær voru á golfvellinum á Höfn í Hornafirði. Í gær sáust fyrstu skrofurnar í Vestmannaeyjum og var um 60 fugla hópur utan við varpstöðvarnar í Ystakletti, að sögn Náttúrustofu Suðurlands á Facebook. Skrofan verpir hvergi hér á landi nema í Vestmannaeyjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert