Fyrsti hausinn er fokinn í kjölfar birtingar Panama-skjalanna segir í frétt
Bloomberg um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi ákveðið að stíga til hliðar og fela Sigurði Inga Jóhannessyni forsætisráðherraembættið.
Íslensk stjórnmál hafa vakið gífurlega athygli hjá erlendum fjölmiðlum í dag og eru í sviðsljósinu um allan heim.
„The first major casualty,“ segir i forsíðufrétt
BBC, og er þá vísað til þess að þetta sé fyrsta afsögnin í kjölfar birtingar Panama-skjalanna um helgina.
Ákvörðun Sigmundar er þá einnig fyrsta frétt
The Guardian og segir þar að afsögnin fylgi pólitískri krísu á Íslandi vegna aflandsfélaga stjórnmálamanna.
Þegar litið er yfir fréttamiðla víðs vegar um heim er morgunljóst að Sigmundur er helsta fréttaefni dagsins.
Skjáskot af vefsíðu New York TImes