„Nóg“

00:00
00:00

Þegar fyrstu mót­mæl­end­urn­ir fóru að slá í ol­íu­tunn­ur fyr­ir utan Alþing­is­húsið steig hver stjórn­ar­and­stöðuþingmaður­inn á fæt­ur orðum í pontu í þingsal og krafðist af­sagn­ar for­sæt­is­ráðherra. Á meðan sat hann í ráðherra­sæti sínu og krotaði á blað. Hann fór svo að svara þing­mönn­un­um úr ræðustóli, reyndi að skýra mál sitt. 

Fyr­ir utan mögnuðust mót­mæl­in. Þúsund­ir áttu eft­ir að koma sam­an á Aust­ur­velli, líta til þing­húss­ins mikið niðri fyr­ir og krefjast þess að Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son færi frá völd­um.

„Nóg“ stóð m.a. á skilt­um mót­mæl­enda sem voru á bil­inu 8-22 þúsund, eft­ir því hvort lög­regl­an eða skipu­leggj­end­ur mót­mæl­anna voru spurðir. Eitt er víst: Þarna var sam­an kom­inn fjöl­menn­ur hóp­ur fólks sem ætlaði ekki að láta bjóða sér leng­ur að í stóli for­sæt­is­ráðherra sæti maður sem ætti í gegn­um eig­in­konu sína pen­inga í þekktu skatta­skjóli.

Ýmsu var kastað í átt að þing­hús­inu, mat­væl­um og papp­ír. Lang­flest­ir létu þó hróp duga til að lýsa skoðun sinni á Sig­mundi og rík­is­stjórn hans.  Samstaðan var aug­ljós.

Á meðfylgj­andi mynd­skeiði, sem tekið er bæði inn­an þing­húss­ins og utan í gær, má sjá hvernig dag­ur­inn þróaðist, hvernig fólkið hóf að safn­ast sam­an, hvernig það mót­mælti og af hverju - og hvað ráðherr­ann Sig­mund­ur Davíð var að gera inni í þing­hús­inu á meðan.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert