Sigurður Ingi taki við af Sigmundi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, á leið út úr alþingishúsinu í dag …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, á leið út úr alþingishúsinu í dag eftir að hafa lagt fram tillögu um að hann hætti sem forsætisráðherra. mbl.is/Styrmir Kári

Framsóknarmenn samþykktu á fundi sínum að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stígi til hliðar sem forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson taki við embætti hans. Sigmundur Davíð verður áfram formaður Framsóknarflokksins. Tillagan verður borin undir forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins seinna í dag. 

Sigurður Ingi tilkynnti um þessa ákvörðun að loknum þingflokksfundi framsóknarmanna nú fyrir stundu.

„Niðurstaða fundarins er sú að forsætisráðherra lagði það til á þingflokksfundi að hann myndi stíga til hliðar sem forsætisráðherra og að ég taki við og hann muni halda áfram sem formaður flokksins,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við fjölmiðla í Alþingishúsinu. 

Ég hef kynnt Bjarna Benediktsson tillöguna og við munum eiga samtal við forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins seinna í dag.

Tillagan er niðurstaða funda síðustu tveggja daga og var borin upp af forsætisráðherra og samþykkt á fundinum. 

Aðspurður hvort ríkisstjórnin muni starfa út kjörtímabilið segir Sigurður Ingi að það samtal eigi eftir að segja sér stað en hann telji það eðlilegast að ríkisstjórnin starfi út kjörtímabilið. 

Stjórnarandstaðan hefur óskað eftir fundi með forseta Alþingis, sem fyrst, eftir að niðurstöður fundar þingflokks Framsóknarflokksins lágu fyrir. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, á leið út úr alþingishúsinu í dag …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, á leið út úr alþingishúsinu í dag eftir að hafa lagt fram tillögu um að hann hætti sem forsætisráðherra. mbl.is/Styrmir Kári
Sigmundur Davíð yfirgefur þingflokksherbergi í Framsóknarmanna nú síðdegis.
Sigmundur Davíð yfirgefur þingflokksherbergi í Framsóknarmanna nú síðdegis. mbl.is/Styrmir Kári
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, á leið út úr alþingishúsinu í dag …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, á leið út úr alþingishúsinu í dag eftir að hafa lagt fram tillögu um að hann hætti sem forsætisráðherra. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert