Situr áfram sem þingmaður

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mun sitja áfram sem þingmaður samkvæmt tillögu …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mun sitja áfram sem þingmaður samkvæmt tillögu sem þingflokkur Framsóknarflokksins samþykkti. mbl.is/Styrmir Kári

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son ætl­ar að sitja áfram sem þingmaður þrátt fyr­ir að hann stígi til hliðar sem for­sæt­is­ráðherra sam­kvæmt til­lögu sem fram­sókn­ar­menn samþykktu á þing­flokks­fundi sín­um. Ásmund­ur Ein­ar Daðason, þing­flokks­formaður, seg­ir al­menn­an stuðning við til­lög­una inn­an þing­flokks­ins.

„Til­lag­an var bor­in upp af for­sæt­is­ráðherra. Það var al­menn­ur stuðning­ur inn­an þing­flokks­ins við hana og hún samþykkt enda að frum­kvæði for­sæt­is­ráðherra. Ég held að hann sé auðvitað bara að bregðast við umræðu sem hef­ur verið í sam­fé­lag­inu,“ seg­ir Ásmund­ur Ein­ar í sam­tali við mbl.is.

Sam­kvæmt til­lög­unni mun Sig­mund­ur Davíð sitja áfram sem þingmaður og sem formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins. Hann njóti trausts þing­flokks­ins til þess að vera áfram formaður flokks­ins. Ásmund­ur Ein­ar vill ekki svara því beint hvort að hann njóti áfram trausts Fram­sókn­ar­manna al­mennt. 

„Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son er bú­inn að vera mjög öfl­ug­ur formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins. Und­ir hans for­ystu höf­um við náð góðum ár­angri í skulda­mál­um heim­il­anna, í mál­efn­um kröfu­hafa. En þetta mál sem hef­ur komið upp í tengsl­um við eign­ir eig­in­konu hans er auðvitað búið að vera þjóðinni þungt. Hann er fyrst og fremst að bregðast við því ákalli sem verið hef­ur í umræðunni,“ seg­ir Ásmund­ur Ein­ar.

Ekki sé búið ákveða tíma­setn­ingu fund­ar hans og Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar sem á að taka við for­sæt­is­ráðherra­embætt­inu sam­kvæmt til­lögu fram­sókn­ar­manna með for­ystu­mönn­um Sjálf­stæðis­flokks­ins. Hann verði þó í dag.

Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Ásmund­ur Ein­ar Daðason, þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins. mbl.is/​Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert