Upphaf að dauðastríði ríkisstjórnarinnar

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, í Alþingishúsinu í dag.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, í Alþingishúsinu í dag. mbl.is/Styrmir Kári

Þetta er svo sem fyr­ir­sjá­an­leg­ur leik­ur flokka sem hugsa um að halda völd­um en hafa ekk­ert nýtt að segja þjóðinni. Það er hins veg­ar ekki þannig að ein­hver fram­sókn­ar­maður hafi umboð til að veita rík­is­stjórn for­ystu þegar flokk­ur­inn er með jafn lítið fylgi og raun ber vitni,“ seg­ir Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í sam­tali við mbl.is, aðspurður um viðbrögð við ákvörðun Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­málaráðherra, að hann muni ræða nýja stjórn­ar­mynd­un við Sig­urð Inga Jó­hanns­son, vara­formann Fram­sókn­ar­flokks­ins. 

Það er af­skap­lega at­hygl­is­vert að sjá að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er í svo veikri stöðu og formaður hans svo rú­inn trausti að hvorki flokk­ur­inn nér formaður­inn treysti sér til að gera kröfu um stjórn­ar­for­ystu þó svo að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé tvö­falt stærri en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn í könn­un­um þessa dag­ana. Ekk­ert sýn­ir bet­ur að þetta er upp­hafið að dauðastríði en ekki að nýrri og far­sælli rík­is­stjórn.

Aðspurður um hvaða þýðingu það hef­ur að ekki sé boðað til kosn­inga seg­ir Árni Páll að um ör­væt­ing­ar­fulla leið til að forðast að hitta kjós­end­ur.

Þeir eru að reyna að breyta aðstæðum með ein­hverj­um hætti. Ég held að það væri eðli­legra að mæta kjós­end­um fyrr, það er skýr krafa um kosn­ing­ar strax. Með allri þess­ari at­b­urðarrás hef­ur rík­is­stjórn­in gefið þá ásýnd af sjálfri sér að það eina sem skipt­ir máli eru stól­ar, aðstaða og völd en ekki hags­mun­ir þjóðar­inn­ar.

Þing­flokks­for­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar sitja nú á fundi með for­seta Alþing­is, Ein­ari K. Guðfinns­syni, sem á síðar fund með Ólafi Ragn­ari Gríms­syni á Bessa­stöðum.

Við vild­um ein­fald­lega að for­seti þings­ins færi ekki ónestaður til Bessastaða. Hann er auðvitað úr stjórn­ar­meiri­hlut­an­um og því er mik­il­vægt að hann fái að heyra hvað við erum að hugsa áður en hann fer að tala við for­set­ann,“ seg­ir Árni Páll. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert