Veggir og loft íshella í skriðjöklum Vatnajökuls eru að veikjast vegna hækkandi sólar og lofthita. Heimafyrirtækin sem hafa verið að bjóða ferðir í íshella í vetur eru hætt því.
Vatnajökulsþjóðgarður hefur þó sent út viðvörun til fólks sem kann að vera á ferðinni á eigin vegum.
Ferðir í íshella hafa vaxið mjög síðustu árin og mörg fyrirtæki eru að bjóða þessar ferðir yfir veturinn. Þúsundir ferðamanna fóru í slíkar ferðir í vetur, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.