Framsókn næst minnsti flokkurinn á þingi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yfirgefur Stjórnarráðið í gær.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yfirgefur Stjórnarráðið í gær. mbl.is/Eggert

Niðurstaða könn­un­ar MMR á fylgi flokk­anna sýn­ir minnk­un á fylgi Fram­sókn­ar um tæp 4% milli mæl­inga og mæl­ist flokk­ur­inn nú með minna fylgi held­ur en Sam­fylk­ing­in og Vinstri-græn­ir.

MMR kannaði fylgi stjórn­mála­flokka og stuðning við rík­is­stjórn­ina 4. til 5. apríl 2016. Niður­stöðurn­ar sýna minnk­un á fylgi Fram­sókn­ar um tæp fjög­ur pró­sentu­stig milli mæl­inga og mæl­ist flokk­ur­inn nú með minna fylgi held­ur en Sam­fylk­ing­in og Vinstri-græn­ir. Vinstri-græn­ir bæta við sig fylgi sem nem­ur 3,5 pró­sentu­stig­um frá síðustu könn­un. Sam­fylk­ing­in bæt­ir við sig 0,7 pró­sentu­stig­um. Stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina mæld­ist nú 26,0%, sem er 6,4 pró­sentu­stig­um minna en í síðustu mæl­ingu sem fram fór um miðjan mars­mánuð. Stuðning­ur við rík­i­s­tjórn­ina hef­ur ekki mælst lægri á þessu kjör­tíma­bili.

Pírat­ar mæl­ast enn með lang­mest fylgi (36,7% fylgi). Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins mæl­ist nú 22,5%, sem er óveru­leg breyt­ing frá síðustu mæl­ingu. Fylgi Fram­sókn­ar er nú 8,7%, sem sam­svar­ar lækk­un um nær 4 pró­sentu­stig milli mæl­inga. Fram­sókn mæl­ist nú með næst minnsta fylgi þeirra flokka sem nú hafa þing­menn á Alþingi. Sam­kvæmt mæl­ing­um hef­ur fylgi Vinstri-grænna auk­ist um 3,5 pró­sentu­stig síðan 18. mars og mæl­ist nú 12,8%, fylgi Sam­fylk­ing­ar auk­ist um 0,7% og mæl­ist nú 9,9% og fylgi Bjartr­ar framtíðar hef­ur á sama tíma auk­ist um 2,4 pró­sentu­stig og mæl­ist nú 5,8%.

Stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina mæld­ist 26,0% en mæld­ist 32,4% í síðustu mæl­ingu (18. mars) og 32,7% í könn­un­inni þar áður (sem lauk 1. mars síðastliðinn).

Upp­lýs­ing­ar um fram­kvæmd:

Úrtak: Ein­stak­ling­ar 18 ára og eldri, vald­ir handa­hófs­kennt úr hópi álits­gjafa MMR.
Álits­gjaf­ar MMR eru vald­ir úr Þjóðskrá þannig að þeir end­ur­spegli lýðfræðilega sam­setn­ingu þjóðar­inn­ar á hverj­um tíma.
Könn­un­araðferð: Spurn­inga­vagn MMR
Svar­fjöldi: 987 ein­stak­ling­ar, 18 ára og eldri
Dag­setn­ing fram­kvæmd­ar: 4. apríl til 5. apríl 2016

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert