Kjalvegur verði endurnýjaður

Á Kjalvegi. Horft suður frá Innri-Skúta. Bláfell í Suðri.
Á Kjalvegi. Horft suður frá Innri-Skúta. Bláfell í Suðri. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að fela ríkisstjórninni að kanna hagkvæmni og áhrif þess að endurnýja veginn yfir Kjöl sem malbikaðan heilsársveg og að um einkaframkvæmd verði að ræða.

Gerð verði forkönnun á umhverfis- og samfélagslegum áhrifum framkvæmdarinnar, m.a. á ferðaþjónustu, byggðaþróun og náttúruvernd. Samkvæmt tillögunni ber ríkisstjórninni að skila Alþingi skýrslu um málið fyrir 1. október nk.

Í greinargerð með tillögunni er bent á að töluvert hafi verið fjallað um það á síðustu árum að stytta leiðir á milli landshluta með bættum hálendisvegum, m.a. með það að markmiði að tengja betur saman fjölmennustu byggðir landsins. Talsverð rannsóknarvinna hafi farið fram, t.d. vegna vega um Sprengisand, Fjallabak og Kjöl. Fornir hálendisvegir hafi þó verið í niðurníðslu undanfarin ár og flokkist frekar sem slóðar en vegir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert