Með dramatískustu dögum í pólitíkinni

Öll spjót standa á Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á Bessastöðum.
Öll spjót standa á Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á Bessastöðum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þetta er án efa með merk­ari dög­um í ís­lenskri stjórn­mála­sögu síðustu ára­tug­ina og jafn­vel leng­ur,“ seg­ir Guðni Th. Jó­hann­es­son sagn­fræðing­ur, spurður um at­b­urðarás gær­dags­ins. Tek­ur þó fram að ekki sé útséð um hverj­ar verði lykt­ir máls­ins.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ist Stef­an­ía Óskars­dótt­ir, lektor í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands, ekki muna eft­ir jafn drama­tískri at­b­urðarás í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Hún seg­ir að það hafi blasað við, í henn­ar huga, að morgni mánu­dags að Sig­mund­ur Davíð myndi hætta og Sig­urður Ingi eða ein­hver ann­ar fram­sókn­ar­maður taka við embætt­inu.

Það hafi orðið niðurstaðan, þrátt fyr­ir all­ar vend­ing­ar. Í gær­morg­un hafi farið að renna á hana tvær grím­ur og hún talið að það stefndi í þingrof og nýj­ar kosn­ing­ar. Bjarni Bene­dikts­son hefði greini­lega sett Sig­mundi afar­kosti.Sig­mund­ur hafi í kjöl­farið rokið til Bessastaða og beðið um þingrof. For­set­inn hafi greini­lega reynt að róa hann og talið sig þurfa að ná tali af fleir­um áður en hann samþykkti það. Þegar for­sæt­is­ráðherra hafi komið á þing­flokks­fund Fram­sókn­ar­flokks­ins hafi staðan greini­lega verið skýrð út fyr­ir hon­um og hann sætt sig við niður­stöðuna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka