„Hvar endar eiginlega vitleysan?“

Anna Sigurlaug Pálsdóttir og Richard Branson.
Anna Sigurlaug Pálsdóttir og Richard Branson.

Haft er eft­ir Rich­ard Bran­son, eig­anda Virg­in, í frétt Daily Mail að eig­in­kona Sig­mund­ar Davíðs hafi hringt í sig og sagst vilja kom­ast út í geim. Sig­mund­ur Davíð seg­ir þetta vit­leysu. 

Bran­son stend­ur að geim­ferðaverk­efn­inu Virg­in Galactic. Í októ­ber árið 2014 lést einn flugmaður er geim­far á veg­um þess eyðilagðist. „Eig­in­kona for­sæt­is­ráðherra Íslands hringdi í mig dag­inn eft­ir slysið og sagði: „Ég vil skrá mig til að kom­ast út í geim.“ Á ensku (svo eng­inn mis­skilji): „I want to sign to go to space.“

Mbl hafði sam­band við blaðamann­inn Cole Mor­et­on sem tók viðtalið við Bran­son fyr­ir Daily Mail. Hann fletti upp end­ur­riti af sam­tali sínu við Bran­son og staðfesti að þetta hefði verið sagt. Eig­in­kona ís­lenska for­sæt­is­ráðherr­ans hefði haft sam­band.

Sig­mund­ur svar­ar þessu á Face­book-síðu sinni og vitn­ar í frétt Vís­is, sem tók málið upp í frétt.

„Eig­in­kona mín og fjöl­skylda hafa mátt þola mikið síðustu vik­urn­ar,“ skrif­ar Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og frá­far­andi for­sæt­is­ráðherra, á Face­book. „Það vek­ur hjá mér óhug að sjá hvernig fólk sem hef­ur aldrei hitt þessa ynd­is­legu konu er reiðubúið að tjá sig um hana. Konu sem hef­ur alltaf staðið skil á öllu sínu gagn­vart sam­fé­lag­inu, ávallt sýnt af sér fórn­fýsi og má raun­ar ekk­ert aumt sjá. Konu sem hef­ur ætíð verið helsti hvatamaður minn í þeim stóru verk­efn­um sem ég hef verið að vinna að í þágu sam­fé­lags­ins jafn­vel þótt sú hvatn­ing hafi falið það í sér að hún gæfi stöðugt eft­ir af sínu.“

Sig­mund­ur Davíð skrif­ar að „sumir blaðamenn og miðlar hafa flutt gagn­rýn­ar en sann­gjarn­ar og rétt­ar frétt­ir af gangi mála að und­an­förnu“. Það hafi hins veg­ar ekki all­ir gert. „Eft­ir að æs­ing­ur­inn varð sem mest­ur hafa rang­færsl­urn­ar, get­gát­urn­ar og út­úr­snún­ing­arn­ir um málið verið svo mikl­ir (á sum­um stöðum) að það hef­ur ekki verið vinn­andi veg­ur að reyna að leiðrétta það.“

Svo skrif­ar Sig­mund­ur Davíð: „Nú hef­ur vit­leys­an hins veg­ar náð stjarn­fræðileg­um hæðum. Í frétt á Vísi er full­yrt að eig­in­kona mín hafi pantað sér ferð út í geim! Ég þurfti að lesa þetta fimm sinn­um og at­huga jafn-oft hvort ég væri að lesa pist­il á grínsíðu eða frétt­asíðu.“

Hann seg­ir að eins og geta megi nærri „er frétt­in bull frá upp­hafi til enda eins og reynd­ar ým­is­legt annað sem fram kem­ur á þeim miðli sem Vís­ir vitn­ar til. En það virðist orðið ljóst að það séu eng­in tak­mörk fyr­ir því hversu langt menn eru til­bún­ir að ganga í súr­realísk­um „frétta­flutn­ingi“ af mín­um nán­ustu. Hvar end­ar eig­in­lega vit­leys­an ef hún tak­mark­ast ekki einu sinni við gufu­hvolf jarðar?“

Richard Branson.
Rich­ard Bran­son. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert