Sigurður fundar aftur með Sigmundi

Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson. mbl.is/Eggert

Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, er nú á fundi með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, fráfarandi forsætisráðherra í Stjórnarráðinu.

Fundurinn hófst um kl. 15.

Í dag hafa þeir Sigurður og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, átt í viðræðum um hvernig framhaldi stjórnarsamstarfsins verður háttað.

Ekki hefur enn verið boðað til þingflokksfundar hjá Sjálfstæðismönnum en Bjarni Benediktsson sagði í samtali við mbl.is í morgun að þeir ætluðu ekki að taka langan tíma í viðræðurnar. Sigurður Ingi sagði við blaðamenn að hann myndi ræða við þá síðar í dag um stöðu mála.

Boðað hefur verið til þingfundar kl. 10.30 í fyrramálið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert