Þjóðin búin að afgreiða vantraust

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, í Alþingishúsinu.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, í Alþingishúsinu. mbl.is/Styrmir Kári

„Mér sýnist það vera að staðfestast sem ég sagði í gær að dauðastríð ríkisstjórnarinnar er hafið og þau kjósa einhverra hluta vegna að framlengja það fram á haust," segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar í samtali við mbl.is.

„Báðir flokkar eiga í vandræðum með að manna ráðherraembættin, því að Sjálfstæðisflokkurinn treystir ekki sínum formanni fyrir forsætisráðuneytinu. Við erum í þeirri skrítnu stöðu að flokkur sem er að mælast undir 8% í skoðanakönnunum er að fá forsætisráðuneytið í sinn hlut. Þetta er bara margþáttaður umboðsvandi sem við sjáum í dag."

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti fyrir skömmu um það að meirihluti Alþingis muni kjósa gegn vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna. 

„Ég held að þjóðin sé bara búin að afgreiða vantraust á þessa flokka og þeir séu með sinni framgöngu núna að staðfesta það," segir Árni Páll. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert